Skammaðist í Sólveigu við komu á samstöðufund

Gerorginu var heitt í hamsi þegar hún ræddi við Sólveigu …
Gerorginu var heitt í hamsi þegar hún ræddi við Sólveigu Önnu.

Þó flestir hafi tekið vel á móti Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar hún mætti á samstöðufund Eflingarfólks í Hörpu í dag var þó ekki einhugur meðal fólks um móttökurnar. Þannig mætti kona sem sögð er heita Georgina Sólveigu með hörku og gagnrýndi samninganefndina fyrir of hóflegar kröfur. 

Sagði hún að viðstöddu fjölmenni að 25 þúsund króna launahækkun dygði ekki til fyrir starfsfólk á hótelum en Georgina vinnur á Berjayja hóteli og virtist sem henni lægi mikið niðri fyrir þegar hún ræddi við formann Eflingar. „Þetta er ekki nóg,“ sagði Georgina. 

Mun hærri kröfur 

Sólveig Anna sagði þá við Georginu að það væri verið að berjast fyrir „mun hærri,“ launahækkunum en svo. Bauð Sólveig svo Georginu að hitta samninganefndina og var hún fljót að þiggja það boð. 

„Mér er alveg sama hvernig þau eru, við vinnum fyrir þau. Við vinnum fyrir þau og við erum í verkfalli. Þannig þau þurfa að samþykkja eitthvað, ekki sjötíu þúsund. Í mínum vasa verða það þrjátíu þúsund af því ég borga skatta,“ segir Georgina í samtali Fréttablaðið

Sólveigu virtist lítið brugðið við þessi orðaskipti og hélt tölu fyrir Eflingarfólk í kjölfarið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert