SUS og Q orðin hluti af LUF

Geir Finnsson var endurkjörin forseti LUF.
Geir Finnsson var endurkjörin forseti LUF. Ljósmynd/Aðsend

Geir Finnsson forseti LUFLandssambands ungmennafélaga, og fulltrúi Uppreisnar - ungliðarhreyfingar Viðreisnar var endurkjörinn forseti sambandsins á þingi þess, en hann hafði betur gegn S. Magga Snorrasyni, fulltrúa Sambands framhaldsskólanema. Eva Brá Önnudóttir, fulltrúi Ungra norrænna, var kjörin varaforseti sambandsins. Þingið var haldið á Háskólatorgi um helgina.

Á þinginu hlutu einnig tvö ungmennafélög fulla aðild að sambandinu, annars vegar Q - félag hinsegin stúdenta á Íslandi og hins vegar Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS). Q - félag hinsegin stúdenta eru hagsmunasamtök innan Háskólans sem beita sér fyrir réttindabaráttu hinsegin fólks innan og utan veggja Háskólans og stuðla að aukinni fræðslu um málefnið. Samband ungra sjálfstæðismanna er bandalag svæðisbundinna félaga ungra sjálfstæðismanna um land allt.  

Aðildarfélög sambandsins eru nú 41 talsins og með inngöngu SUS eru nú allar starfandi ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka á Íslandi innan vébanda Landssambands ungmennafélaga. Haft er eftir Sólveigu Ástudóttur Daðadóttur forseta Q – félagsins að samþykkt aðildarumsókna félagana marki viss tímamót fyrir bæði félög”. 

Nýkjörna stjórn skipa:   

  • Geir Finnsson, fulltrúi Uppreisnar – Forseti 
  • Eva Brá Önnudóttir, fulltrúi ung Norræn - Varaforseti 
  • Sylvía Martinsdóttir, fulltrúi Ungra Evrópusinna - Gjaldkeri,  
  • Birta Karen Tryggvadóttir, fulltrúi Sambands ungra sjálfstæðismanna - Ritari 
  • Jessý Jónsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra nema erlendis - Alþjóðafulltrúi. 

Meðstjórnendur

  • Geir Zoëga, frá Samfés og Gunnar Ásgrímsson frá Sambandi ungra framsóknarmanna

Varafulltrúar

  • Laufey María Jóhannsdóttir, fulltrúi Ungra fjárfesta og Marinó Örn Ólafsson, fulltrúi Ungs jafnaðarfólks
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert