Mjólkin hækkar líka

Mjólkin hækkar í verði.
Mjólkin hækkar í verði.

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að hækka lágmarksverð mjólkur til bænda og að hækka heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Verðbreytingin sem bændur fá hefur þegar tekið gildi, eða frá 1. apríl. Þannig hækkar lágmarksverð á hvern lítra mjólkur til bænda um 4,33% og fer úr 119,77 kr í 124,96 kr.

Verð mjólkur og mjólkurtengdra vara til neytanda hækkar hins vegar um 3,6% og tekur sú verðbreyting gildi þann 12. apríl nk.

Verð hækkaði síðast í desember á síðasta ári.

Hækkandi aðfangakostnaður

„Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar almennt um 3,60%.
Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun í desember 2022. Frá síðustu verðákvörðun til marsmánaðar 2023 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 4,33%. Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 2,74% og er þetta grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði,“ segir í ákvörðun nefndarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert