Baldur var stöðvaður á miðjum Breiðafirði

Baldur er staðnaður í Breiðafirði.
Baldur er staðnaður í Breiðafirði. mbl.is/Sigurður Unnar

Breiðafjarðarferjan Baldur sem siglir frá Stykkishólmi til Flateyjar og svo til Brjánslækjar var stöðvuð á miðjum firðinum á fjórða tímanum síðdegis. Þetta staðfestir Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri Sæferða í Stykkishólmi, í samtali við mbl.is.

Ferjan var á leiðinni til Flateyjar þegar stöðva þurfti vélina svo hægt væri að skipta um slöngu fyrir kælivatn.

45 manns eru um borð í ferjunni sem er nú lagðir af stað á ný til Flateyjar eftir að för hennar stöðvaðist í tuttugu mínútur.

Þetta er langt frá því að vera fyrsta skiptið sem Baldur ratar í fréttir. Í janúar kom gat á stefni ferjunnar sem leiddi til þess að vatn safnaðist fyrir í tanki þar þegar siglt var yfir ísilagðan fjörðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert