Hringvegurinn færist úr bænum

Hringvegurinn í gegnum bærinn er til hægri og brú þverar …
Hringvegurinn í gegnum bærinn er til hægri og brú þverar fjörð. mbl.is/Sigurður Bogi

„Umferðin hér í gegnum Borgarnes eykst sífellt með tilheyrandi áhrifum á öryggi, umhverfi og lífsgæði íbúanna. Slíkt kallar á aðgerðir og væntanlega framkvæmdir í framtíðinni, en undirbúningsvinna tekur langan tíma,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð.

Í undirbúningi er að færa Hringveginn út úr bænum í Borgarnesi sem gæti komið til framkvæmda eftir áratug eða svo. Eins og nú háttar liggur vegurinn, þegar komið er af Borgarfjarðarbrú, að Brúartorgi. Þar er svo beygt til hægri og til norðurs út úr bænum. Íbúðabyggð liggur nærri veginum á þeim slóðum.

Að sögn sveitarstjórans er nokkuð ljóst að tilfærsla þjóðvegarins skapar tækifæri til að þróa íbúðabyggð og þjónustustarfsemi sem annars er innan áhrifasvæðs vegarins.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert