Ársreikningurinn staðfestur

Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var staðfestur á aukafundi borgarstjórnar …
Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var staðfestur á aukafundi borgarstjórnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var staðfestur á aukafundi borgarstjórnar í dag með fyrirvörum frá Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokknum. 

Hart var tekist á um rekstrarstöðu í síðari umræðu um ársreikninginn og gagnrýndi minnihlutinn meðal annars að við end­ur­skoðun á ársreikningnum reynd­ust verðbæt­ur í sjóðstreymi oftald­ar um 2.492 millj­ón­ir kr. og lán­taka van­tal­in um sömu fjár­hæð. 

Borgarstjóri sagði breytinguna þó ekki áhrif á niður­stöðu árs­reikn­ings­ins, en hún hef­ur þó áhrif á niður­stöðu veltu­fjár frá rekstri og fjár­mögn­un­ar­hreyf­ing­ar í sjóðstreymi.

Í desember voru meira en 100 hagræðingartillögur samþykktar í borgarstjórn ásamt nýrri fjár­mála­stefnu og fjár­hags­áætl­un til næstu fimm ára 2023-2027.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert