„Það er kristaltært“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Varaforsetar forsætisnefndar kirkjuþings, þau Kristrún Heimisdóttir og Steindór Haraldsson, sendu kjörstjórn kirkjuþings yfirlýsingu þar sem fram kom að þau styddu heilshugar ósk forseta kirkjuþings, Drífu Hjartardóttur, um að biskupskosningum yrði flýtt. Ákvörðun þar um var tekin á fundi forsætisnefndar sl. þriðjudag.

„Við höfum ekki komið að gerð neins ráðningarsamnings við biskup. Það mál er spaugilegt, samningurinn er ekki einu sinni löglega gerður,“ segir Steindór og nefnir að ekki séu vottar að samningnum.

Úrskurðarnefnd skoðar hæfi biskups

Úrskurðarnefndin er að skoða hæfi biskups í máli sem varðar prest sem vikið var frá störfum. Steindór segir að hæfi biskups sé að sínu mati óskorað til 30. júní 2022.

„Eftir það er vafi um hæfið,“ segir hann og kveðst telja umboð biskups nú útrunnið. „Það er kristaltært.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert