Lagaleg óvissa um kjörið

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Næsta skref kjörstjórnar er að fara yfir og bregðast við þessu bréfi Drífu sem hún sendir persónulega, en ekki fyrir hönd kirkjuþings eða forsætisnefndar þess,“ segir Anna Mjöll Karlsdóttir, formaður kjörstjórnar kirkjuþings þjóðkirkjunnar. Hún var spurð um yfirlýsingu Drífu Hjartardóttur forseta kirkjuþings, þar sem hún gengst við mistökum við framlengingu starfstíma sr. Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands.

Anna Mjöll segir að kjörstjórnin sé ekki farin að skoða málið, enda hafi verið ráðgert að biskupskosningar færu fram í mars 2024 og að undirbúningur þeirra myndi hefjast í ársbyrjun 2024. Hún kvaðst engu geta svarað um mögulega flýtingu kosninganna.

Hver tekur ákvörðun um biskupsskipti, ef af þeim verður?

„Ég get ekki svarað því. Þarna er ákveðin lagaleg óvissa, en kjörstjórnin lítur ekki þannig á að hún ákveði það, heldur beri henni að fara af stað með undirbúning kosninga þegar það liggur fyrir að biskup er að hætta. Kjörstjórnin er sjálfstæð í sínum störfum og þegar hún ákveður dagsetningu kosninga þá sendir hún tilkynningu um það til forsætisnefndar kirkjuþings sem samþykkir eða hafnar. Það er ljóst að kirkjuþing er æðsta stjórnvald kirkjunnar,“ segir Anna Mjöll.

Hvað gerist ef nýr biskup er kosinn og sá sem fyrir er neitar að víkja? Kjörstjórn kirkjunnar lítur svo á að starfstími biskup renni út 30. júní 2024, en biskup er með skriflegan ráðningarsamning við undirmann sinn um að hann sé ráðinn til 31. október 2024.

„Það er ekki kjörstjórnar að ákveða hvenær biskupsskipti verða. Undir venjulegum kringumstæðum ætti það að liggja fyrir og hlutverk kjörstjórnar þá að hefja undirbúning þannig að niðurstaða liggi fyrir tímanlega,“ segir Anna Mjöll.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert