Varasamur vindhraði

Gera má gera ráð fyrir allhvössum vindstreng allra syðst 13-18 …
Gera má gera ráð fyrir allhvössum vindstreng allra syðst 13-18 metrum á sekúndu einkum í Mýrdal og Öræfum og segir veðurfræðingur að vindhraðinn geti verið varasamur fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi. Ljósmynd/Landsbjörg

Í dag má búast við austan 5-13 metrum á sekúndu en 13-18 syðst. Rigning verður með köflum sunnan- og suðvestanlands en styttir upp síðdegis. Búast má við að skýjað verði austanlands en það verði allvíða bjartviðri norðan til á landinu.

Þá má búast við norðaustlægri eða breytilegri átt 3-10 metrum á sekúndu á morgun. Skýjað verði á austanverðu landinu en bjart með köflum vestan til.

Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, svalast við austurströndina.

Víðáttumikil lægð

Það er víðáttumikil lægð langt suður í hafi sem stýrir veðrinu hjá okkur um þessar mundir eftir því sem fram kemur í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Gera má gera ráð fyrir allhvössum vindstreng allra syðst 13-18 metrum á sekúndu einkum í Mýrdal og Öræfum og segir veðurfræðingur að vindhraðinn geti verið varasamur fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi.

Austanáttin ýtir skýjum af hafi inn á austasta hluta landsins en á norðanverðu landinu gæti orðið bjart nokkuð víða þó þokuloft gæti látið á sér kræla til dæmis á Húnaflóasvæðinu.

Hitinn gæti náð 20 stigum í dag og á morgun

Lægðin hefur beint hlýjum loftmassa yfir landið og hitinn gæti náð 20 stigum þar sem best lætur í dag.

Hæsti hitinn gæti orðið í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi, eða í innsveitum á Norðausturlandi. Einnig verður hlýtt á miðhálendinu.

Hámarkshiti verður áfram kringum 20 stigin og er suðvestanvert landið líklegast til að hreppa hnossið á morgun, að því er segir í athugasemd veðurfræðings.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert