Tillaga um Parísarhjól taktlaus

Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi.
Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi. Ljósmynd/Sósíalistaflokkurinn

Salan á Perlunni er dæmi um skammtímalausn sem gripið er til þegar fjárhagur borgarinnar er í kröggum að mati borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem vill heldur að útsvar verði sett á fjármagnstekjur. Þá segir hann heldur taktlaust að leggja til að Parísarhjól verði reist við höfnina.

Borg­ar­ráð samþykkti á fundi sín­um í gær að heim­ila eigna­skrif­stofu borg­ar­inn­ar að hefja sölu­ferli á eign Reykja­vík­ur­borg­ar í Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskju­hlíð við Varma­hlíð 1.

Dæmigerð skammtímalausn 

Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, telur ekki skynsamlegt að selja eignir til þess að laga slæman fjárhag borgarinnar. Hann segir söluna dæmigerða skammtímalausn til þess að laga slæman fjárhag. 

„Þetta er náttúrulega eitthvað sem að skilar tekjum til skamms tíma séð, en til lengri tíma litið er þetta ekki gott mál,“ segir Trausti og bætir við að borgin fái umtalsverðar leigutekjur af þeirri starfsemi sem rekin er í Perlunni. 

Útsvar á fjármagnstekjur

Aðspurður segir hann margt annað hægt að gera til að bæta slæma fjárhagsstöðu. Nefnir hann sem dæmi áherslur Sósíalistaflokksins á að sett verði útsvar á fjármagnstekjur. 

„Fjármagnseigendur borga ekkert útsvar, eins og launafólk. Við viljum breyta því,“ segir Trausti sem segir að þannig myndu fást fleiri milljarðar. 

Þá segir hann flokkinn jafnframt vilja draga til baka aðgerðir sem farið var í árið 2021 þegar fasteignaskattar voru lækkaðir á atvinnuhúsnæði, en Trausti segir borgina verða af 450 milljónum króna, af virði þess árs, á hverju ári. 

„Það eru svona ákvarðanir sem að auka á hallann og valda því að borgin grípur til þess ráðs að hækka í staðinn gjald á íbúa sem minnst mega við því,“ segir Trausti.  

Kemur illa fyrir sjónir 

Finnst ykkur borgin þurfa að draga saman seglin? 

 „Það er náttúrulega hægt að draga saman seglin á ýmsum stöðum, manni finnst ekki alltaf forgangsraðað rétt,“ segir Trausti sem segir oft skorið niður á þeim stöðum sem minnst mega við því og nefnir skólakerfið og félagsmiðstöðvar sem dæmi. 

„Á sama tíma er síðan verið að setja af stað verkefni sem er ekki brýnasta nauðsyn að byrja á,“ segir hann ósáttur við forgangsröðun borgarinnar. 

Finnst þér hegðun borgarinnar þá ekki í takt við fjárhagsástand hennar? [Hugmyndir um Parísarhjól og utanlandsferð borgarráðs]

„Þetta kemur fólki illa fyrir sjónir og er taktlaust. Í ljósi stöðunnar þá hefði kannski verið sniðugt að bíða með tilkynningar í sambandi við þetta,“ segir Trausti sem skilur vel að fólk upplifi vonleysi þegar það les fréttir á borð við borgarferðir og Parísarhjól, á meðan þjónustan er að skerðast og íbúar finna fyrir niðurskurði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert