Stefnir í mikinn vanda

Fyrirhugað er að stækka hjúkrunarheimilið Sóltún og fyrirtækið sem rekur …
Fyrirhugað er að stækka hjúkrunarheimilið Sóltún og fyrirtækið sem rekur það hefur sótt um lóð í Hafnarfirði fyrir frekari uppbyggingu. mbl.is/Árni Sæberg

Þörf er á miklum fjárfestingum í hjúkrunarrými á næstu árum. Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu, segir stefna í gríðarmikinn vanda. Á næstu 15 árum sé þörf fyrir ríflega 700 hjúkrunarrými í Reykjavík en algeng stærð á hjúkrunarheimili er 80 rými.

„Þjóðin er að eldast hratt,“ segir Halla og bendir á að fjölgað geti í aldurshópnum 80-89 ára um 85% til ársins 2038, gangi mannfjöldaspár eftir, eða úr 10.900 manns í dag í 20.100.

„Þetta er sá hópur sem þarf á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda,“ segir Halla við Morgunblaðið. Hún segir eftirspurnina aukast hratt og miklar áskoranir blasa við í umönnun aldraðra.

„Hvað ætlum við að gera?“ spyr hún en Sóltún stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um framtíð öldrunarþjónustu hér á landi.

Kostar tugi milljarða

Sóltún hefur uppi áform um að stækka samnefnt hjúkrunarheimili með 60 nýjum rýmum. Þá ætlar fyrirtækið að færa út kvíarnar í Hafnarfirði og hefur sótt um lóð undir 80 rýma hjúkrunarheimili í Hamranesi. Það mun kosta sitt en miðað er við að kostnaður við 100 rýma hjúkrunarheimili sé um sex milljarðar króna.

„Það þarf að fjárfesta fyrir tugi milljarða á næstu árum, sem Sóltún hefur hug á að vera þátttakandi í,“ segir Halla og bætir við: „Þetta er ekki gott eins og þetta horfir við okkur núna.“

Á ráðstefnunni í Hörpu verður m.a. sagt frá reynslu af rekstri einkarekinna hjúkrunarheimila í Bretlandi.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert