Beint: Brugðist við breytingum á ríkisstjórn

Formenn ríkisstjórnarflokkanna á blaðamannafundinum.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna á blaðamannafundinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra, tilkynnti í dag að hann hygðist taka við embætti utanríkisráðherra af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.

Þetta gerði hann á blaðamannafundi með formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna. Fyrir það fundaði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll þar sem áætlað var að Bjarni myndi leggja breytta ráðherraskipan fyrir þingflokkinn.

Ríkisráðsfundur verður haldinn á Bessastöðum klukkan 14 í dag. Mun mbl.is fylgjast með honum og viðbrögðum við tíðindum dagsins í beinni lýsingu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert