Góðar vættir hjálpi á Alþingi

Halla Signý Kristjánsdóttir.
Halla Signý Kristjánsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þjóðtrúin hefur oft og iðulega verið hærra sett en trúin okkar á guð almáttugan og alla þá sveina,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokks í umræðum á Alþingi sl. fimmtudag. Þá mælti hún fyrir tilllögu til þingsályktunar um að Alþingi feli menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að stofnuð verði miðstöð íslenskrar þjóðtrúar í rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hólmavík.

„Þjóðtrúin er sterk í okkar menningu. Hefur í gegnum tíðina, allt frá því land byggðist, haft mikilvægar skírskotanir í okkar arf,“ sagði þingmaðurinn þegar hún fylgdi tillögu sinni úr hlaði.

Tillagan gengur nú til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til frekari umfjöllunar. Þar væntir Halla Signý góðrar umfjöllunar og sagðist í ræðu „… kalla til allar góðar vættir sem myndu hjálpa til“.

Álfar og týndur sími 

Í umræðu um tillögu Höllu Signýjar blandaði sér í leikinn Guðmundur Andri Thorsson úr Samfylkingu, sem nú situr á Alþingi sem varaþingmaður. Sagðist þar telja að rannsóknasetur um galdra gæti verið lyftistöng fyrir samfélagið á Ströndum.

„Ég bý með álfum sem hrekkja mig á hverjum degi. Þeir fela fyrir mér alls konar ótrúlega hluti, til dæmis símann minn daglega. Þannig fagna ég að þeir séu rannsakaðir og hvað þeim gengur eiginlega til,“ sagði Guðmundur Andri.

Hólmavík er galdrabær
Hólmavík er galdrabær mbl.is/Sigurður Bogi
Guðmundur Andri er hrekkur af álfum daglega.
Guðmundur Andri er hrekkur af álfum daglega. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert