Katrín verst svara um hælissynjanir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill ekki segja fullum fetum að þeim verði gert að fara úr landi, sem synjað hafi verið um hæli hér á landi. Aðeins að þó að fólk hafi ekki lengur rétt til dvalar hér þá lendi það ekki „á götunni“ og njóti nýrra gistiúrræða á vegum félagsmálaráðherra.

Katrín segir að hælisleitendakerfið hafi verið sniðið að nokkrum tugum umsækjenda líkt og raunin var á árum áður. Ásóknin í hæli hafi hins vegar stökkbreyst og stofnanir ríkisins ekki reynst þeim vanda vaxinar. Úr því hafi mjög verið bætt.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í ít­ar­legu viðtali við for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á vett­vangi Dag­mála, sem tekið var upp í Ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu. Þar spurðu blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson oddvitana út í samstarfið, stöðuna og stefnuna framundan.

Dagmál eru streymi Morgunblaðsins á netinu og eru opin öllum áskrifendum blaðsins. Viðtalið allt má sjá með því að smella hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert