Borgin greiðir þjónustu fyrir vöggustofubörn

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að um sé að ræða eina …
Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að um sé að ræða eina af þeim aðgerðum sem borgarráð samþykkti að fara í eftir útgáfu skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949-1973. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vöggustofubörn geta nú óskað eftir geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu sér að kostnaðarlausu.

Reykjavíkurborg hefur samið við Kvíðameðferðarstöðina og Líf og sál, sálfræði og ráðgjafarstofu en borgin greiðir fyrir allt að 10 viðtöl fyrir hvern einstakling sem var vistaður á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Í boði og frá og með morgundeginum

Þjónustan verður i boði frá og með morgundeginum en hægt er að óska eftir henni hjá Reykjavíkurborg í síma 411-1400 eða í gegnum netfangið voggustofur@reykjavik.is.

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að um sé að ræða eina af þeim aðgerðum sem borgarráð samþykkti að fara í eftir útgáfu skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949-1973.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert