Dómur kveðinn upp á morgun í Bankastræti Club-máli

Sakborningar í Bankastræti Club-málinu.
Sakborningar í Bankastræti Club-málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dómsuppsaga í Bankastræti Club-málinu verður í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 8.30 í fyrramálið.

Þetta kemur fram á vef Héraðsdóms Reykjavíkur.

Réttarhöldin í málinu fóru fram í Gullhömrum í Grafarholti og tóku þau sjö daga.

Áætlað er að dómsuppsagan taki 45 mínútur, enda eru sakborningarnir í málinu 25 talsins. Af þeim eru tíu ákærðir fyrir alvarlega líkamsárás og 14 fyrir hlutdeild í árásinni.

Ákæruvaldið í málinu fer fram á átta ára fangelsisdóm að lágmarki yfir Alexander Mána Björnssyni vegna hnífaárásar gegn þremur fórnarlömbum á Bankastræti Club í október í fyrra. 

Bankastrætismálið í Gullhömrum.
Bankastrætismálið í Gullhömrum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert