Toppurinn á Keili hefur hreyfst til

Grjót hefur fallið og sprungur stækkað útaf jarðhræringum síðustu vikna.
Grjót hefur fallið og sprungur stækkað útaf jarðhræringum síðustu vikna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grjót á stærð við húsbíl hefur fallið á Djúpavatnsleið, toppurinn á Keili hefur hreyfst eitthvað til og við brúnina á Krýsuvíkurbjargi er gömul sprunga sem er að stækka mikið.

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook þar sem fólk er hyggur á ferðir um Reykjanesskagann er varað við breytingum á landslaginu vegna jarðhræringa síðustu vikna.

Í færslunni segir að víða hafi fallið úr hlíðum fjalla á svæðinu og að varasamt geti verið að ganga um þar sem mikið af sprungum séu víðsvegar. Má jafnvel búast við að snjórinn hylji einhverjar sprungur nú þegar fer að snjóa.

„Búast má við að fleiri sprungur séu á þessu svæði sem ekki er vitað um eins og staðan er og er þetta því ábending til fólks um að fara varlega um svæðið,“ segir í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert