„Þetta er óþolinmæði, já“

Fisktegundin er um 240 milljóna ára gömul. Eyþór lýsir styrjunum …
Fisktegundin er um 240 milljóna ára gömul. Eyþór lýsir styrjunum sem syndandi steingervingum. mbl.is/Brynjólfur Löve

Eyþór Eyjólfsson, stjórnarformaður Hins norðlenzka styrjufjelags, bindur vonir við að hefja ræktun á beluga-styrju á næsta ári. Hann hefur komið upp framleiðslu á íslenskum kavíar úr styrjuhrognum í gömlu saltfiskhúsi á Ólafsfirði. 

Hrogn beluga-styrjunnar eru verðmætust allra hrogna en það er ekki hlaupið að því að koma slíkri framleiðslu á fót. „Þá myndum við flytja inn lifandi styrjur. Fullvaxnar lifandi styrjur,“ segir Eyþór.

Verður ekki kynþroska fyrr en eftir 23 ár

Aðspurður segir hann ekki útilokað að flytja inn frjóvguð styrjuhrogn til landsins en beluga-styrjurnar verði þó ekki kynþroska fyrr en eftir 23 ár.

„Og þá veit ég ekki hvort ég verð ofan jarðar eða neðan.“

Þannig þetta er óþolinmæði?

„Þetta er óþolinmæði, já,“ viðurkennir Eyþór og hlær við.

Eyþór ræðir styrjueldið og margt fleira í Hringferðarviðtali við Morgunblaðið í tilefni af 110 ára afmæli blaðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert