Guðni gefur ekki kost á sér

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun ekki bjóða sig fram á ný til embættis forseta.

Frá þessu greindi hann í nýársávarpi sínu nú fyrir skömmu.

Guðni hefur setið á forsetastól frá árinu 2016. Hann sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta.

Hann sagðist hafa íhugað vandlega að sækjast eftir endurkjöri eitt tímabil enn.

„Aftur á móti komst ég ætíð að þeirri niðurstöðu að betra væri að láta hjartað ráða en fylgja öðrum rökum sem hljóta að teljast veikari þegar allt kemur til alls.“

Sagði hann að í öflugu lýðræði kæmi maður í manns stað og engum væri hollt að telja sig ómissandi.

„Kæru landar, kæru vinir, af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert