Einar tekur við af Degi

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson.
Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Einar Þorsteinsson tekur við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri Reykjavíkurborgar í dag. 

Borgarráð kýs sér nýjan borgarstjóra á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 

Að loknum fundi munu nýr borgarstjóri og fráfarandi borgarstjóri fara upp á þriðju hæð þar sem formleg lyklaskipti munu fara fram á skrifstofu borgarstjóra. 

Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri, hóf ræðu sína á að vitna í inngangsorð bókar sinnar, Nýja Reykjavík, sem kom út árið 2021. Hann sagðist líta með þakklæti um öxl og þakkaði fyrir sig.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúar Vinstri grænna, Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lofuðu störf Dags í ræðum sínum í kjölfarið og þökkuðu honum fyrir samstarfsins.

Árelía Eydís sagðist hlakka til að sjá Einar blómstra í hlutverki sínu sem nýr borgarstjóri.

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, tók einnig til máls og hrósaði Degi meðal annars fyrir að vera alltaf vera vel undirbúinn fyrir verkefni. Kvaðst hann hlakka til samstarfsins með Einari.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði í ræðu sinni að Dagur hafi ástríðu fyrir starfi sínu og mikla hugsjón. Þó þau deili ekki sömu skoðunum séu þetta góðir kostir fyrir stjórnmálamenn að hafa. Sagði hún samstarf þeirra Dags hafa verið gott og að hún hlakkaði að halda áfram að rökræða við hann á vettvangi borgarstjórnar.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundi borgarráðs.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert