Eru meðvituð um kröfur breiðfylkingarinnar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir ríkisstjórnina muni koma …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir ríkisstjórnina muni koma með einum eða öðrum hætti að kjarasamningum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, segir ljóst að jafn stórt mál og Grindavík hafi áhrif á heildarsamhengi efnahagsmálanna. 

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í Silfrinu í gær að það gæti orðið erfitt fyrir ríkisstjórnina að mæta kröfum breiðfylkingarinnar um kjarasamninga nú þegar hún ætlar ræðst í aðgerðapakka fyrir Grindvíkinga.

„Það er alveg ljóst að jafn stórt mál og Grindavík hefur áhrif í heildarsamhengi efnahagsmála. Það þarf að horfa til þess líkt og annarra mála. Ég held hins vegar að það sé alveg ljóst að ríkið kemur með einum eða öðrum hætti að kjarasamningum. Það er ekki tímabært að tjá sig um hvernig það verður því aðilar eru ekki búnir að ná saman,“ segir Guðmundur Ingi spurður hvort hann telji aðgerðapakka stjórnvalda vegna Grindavíkur muni hafa áhrif á kjaraviðræðurnar. 

Hann segir ríkisstjórnina meðvitaða um þær kröfur sem settar hafi verið fram af hálfu breiðfylkingarinnar og verið sé að skoða þær. Málið þurfi þó að hafa sinn gang. 

„Auðvitað er mikilvægt að allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu til þess fallnar að við getum náð tökum á efnahagsástandinu, verðbólgunni og að ná vöxtum niður. Það er stóra kjaramálið og um það erum við öll sammála,“ segir Guðmundir Ingi.  

Ertu vongóður um að það náist að lenda þessum tveimur stóru málum og ná tökum á efnahagsstöðunni á sama tíma?

„Það er ekkert annað í boði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert