Tjá sig ekki um kulnun starfsmanna

Horft yfir höfuðborgarsvæðið. Mynd úr safni.
Horft yfir höfuðborgarsvæðið. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Upplýsingafulltrúi skattsins segir embættið bundið trúnaði um heilsu starfsmanna. Því tjáir embættið sig ekki um hvort það beri á kulnun.

„Hvað varðar spurningar tengdar veikindum starfsfólks þá ræðir embættið ekki um slík mál á opinberum vettvangi,“ sagði í svari upplýsingafulltrúans við fyrirspurn blaðsins.

Tilefnið er að atvinnurekandi hafði samband við Morgunblaðið og kvartaði undan hægagangi hjá skattinum við afgreiðslu á virðisaukaskattsskýrslum. Kvaðst hann hafa fengið þau svör að tafirnar skýrðust af kulnun hjá starfsfólki.

Sagði atvinnurekandinn þetta hafa valdið fyrirtæki sínu miklum óþægindum enda væri um töluverðar fjárhæðir að tefla. Þ.e.a.s. vegna tafa á að virðisaukaskattur væri endurgreiddur.

Ítarlegar er fjallað um málið á síðu 10 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert