Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 stendur

Veiting framkvæmdaleyfisins var ekki fellt úr gildi.
Veiting framkvæmdaleyfisins var ekki fellt úr gildi. mynd/Landsnet

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu nokkurra samtaka um að fella úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Voga um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Framkvæmdir á Suðurnesjalínu 2 gætu mögulega hafist í sumar.

Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar og í tilkynningu frá Landsneti. 

Hagsmunasamtökin Hraunavinir, Landvernd, Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kröfðust þess að felld yrði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar sveitarfélagsins Voga frá 30. júní 2023 um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

Framkvæmdir gætu hafist síðsumars

Í tilkynningu Landsnets vegna úrskurðarins segir:

„Þar með eru öll framkvæmdaleyfi á línuleiðinni í höfn og samið hefur verið við stærsta hluta landeigenda en hjá ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsmála liggur fyrir beiðni um heimild til eignarnáms á hluta þriggja jarða sem línan liggur um og ósamið er við.

Undirbúningur fyrir framkvæmdir gengur vel og fram undan er að bjóða út efni í loftlínur en innkaupum á jarðstreng er lokið. Ef allt gengur að óskum verður jarðvinna boðin út i vor og framkvæmdir við þessu mikilvægu línu, Suðurnesjalínu 2, munu hefjast síðsumars.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert