Hefur tengst Íslandi órjúfanlegum böndum

Shianne til hægri með börnum sínum Jakobi og Bryndísi og …
Shianne til hægri með börnum sínum Jakobi og Bryndísi og móður sinni Josephine fyrir framan Bæjarins bestu pylsur 2008 Ljósmynd/Aðsend

Shianne Lois Rannveig Anderson frá Árborg í Manitoba í Kanada ráðgerir að koma í sjötta sinn til Íslands í sumar en fyrsta ferð hennar til landsins var 1974, þegar hún var 12 ára.

„Í hvert skipti sem ég hef stigið á land í Keflavík hefur mér alltaf fundist eins og ég væri komin heim,“ segir hún, en Shianne var síðast hér ein á ferð í september 2022. „Þá létu margir í ljós undrun sína yfir því að samband mitt við Íslendinga, sem ég kynntist 1974 og 1975, var ekki við ættingja heldur vini.“

Veturinn 1973/1974 söfnuðu ungmenni í Árborg fyrir ferð til Íslands að frumkvæði foreldra þeirra og kennara. Gísli Guðmundsson og prestarnir Bragi Friðriksson og Ólafur Skúlason, sem báðir höfðu þjónað söfnuðum vestra, sáu um undirbúning hérlendis. Krökkunum var komið fyrir hjá fjölskyldum og farið var með þá í ferð um landið, en Shianne og Warren Sigvaldason, frændi hennar, voru 12 ára og yngst í hópnum. Sumarið 1975 fór síðan fjölmennur hópur héðan til Manitoba til að minnast 100 ára búsetu Íslendinga í ríkinu. Flestir bjuggu þá á heimilum fólks af íslenskum ættum og meðal annars heima hjá fyrrnefndum ungmennum.

1974. Shianne t.v. og Warren.
1974. Shianne t.v. og Warren. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef haldið sambandi við börn Óskars Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur, hjónanna sem ég bjó hjá, og eins við systurnar Guðrúnu og Svövu Þórðardætur frá Hveragerði, en Guðrún var í hópi fjögurra Íslendinga sem gistu heima hjá okkur 1975.“

Ísland er annað en Nýja-Ísland, sem er flatt og skógi vaxið svæði, og Shianne féll strax fyrir landi forfeðranna. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 25. janúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert