Verð á brauði, kexi og kökum hækkað

Verð á vörum frá Myllunni hækkuðu umfram aðrar innlendar brauðvörur …
Verð á vörum frá Myllunni hækkuðu umfram aðrar innlendar brauðvörur í átta af ellefu verslunum. mbl.is/Golli

Verð á brauði, kexi og kökum hækkaði allt að 7 prósent frá októberlokum til janúarloka í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ.

Á verðhækkunin ekki við í Extra og Bónus en var um 7% í Iceland. Þar munaði mestu um Finn Crisp-vörur, sem hækkuðu um fjórðung í Iceland á þessum þremur mánuðum.

Fór verðathugun fram í Bónus, Extra, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Heimkaupum, Iceland, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Krónunni, Nettó og 10-11. Voru allt frá 83 vörur í Krambúðinni til 354 vörur í Nettó til skoðunnar.

Verð Myllunnar hækkað

Verð á vörum frá Myllunni hækkuðu umfram aðrar innlendar brauðvörur í átta af ellefu verslunum. Í 10-11 og Extra breyttust verð á innlendum vörum ekki, en í Iceland hækkuðu vörur frá Myllunni minna en aðrar innlendar brauðvörur.

Í seinni athugun könnunarinnar var Bónus ódýrasta verslunin þegar kom að brauðvörum. Voru verð þar að meðaltali 1,2% frá lægsta verði.

Næst kom Krónan (1,8%), en þriðja ódýrasta verslunin var Fjarðarkaup (9%). Dýrust var 10-11, með verð að meðaltali 86% hærri en lægsta verð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert