Iceland dýrasta verslunin í nýrri könnun

Verð hjá Iceland hækkaði mest allra verslana á milli ára.
Verð hjá Iceland hækkaði mest allra verslana á milli ára. mbl.is/Hjörtur

Iceland er dýrasta verslunin á Íslandi, samkvæmt matvörukönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 6. og 7. september. 

Verslunin var oftast með hæsta verðið í matvörukönnuninni en verð hækkaði þar einnig mest allra verslana á milli ára. Sömu vörur voru kannaðar nú og í október í fyrra.

Að meðaltali var verðlagið í Iceland 35% hærra verð en það ódýrasta. Verðið var þar hæst í langflestum tilfella og aldrei lægst af þeim vörum sem til skoðunar voru.

Fjarðarkaup hækkaði minnst

Verlanirnar sem kannaðar voru: Bónus, Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup, Kjörbúið, Hagkaup og Iceland.

Fjarðarkaup hækkaði verð minnst á milli kannana en Bónus var með lægsta verðlagið og oftast með lægsta vöruverðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK