105% verðmunur á ávöxtum og grænmeti

Verðlagskönnun ASÍ sýnir að mestur verðmunur er í flokki ávaxta …
Verðlagskönnun ASÍ sýnir að mestur verðmunur er í flokki ávaxta og grænmetis, eða 105% að meðaltali. mbl.is/Árni Sæberg

Bónus var oftast með lægsta verðið í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi 9. maí, en Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið. 

Af 127 vörum sem voru í könnuninni voru 99 til í bæði Bónus og Krónunni. Þar af voru 58 vörur einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og næst oftast í Heimkaupum.

Mikill verðmunur á sömu vörumerkjum

Í mörgum tilfellum var mikill verðmunur á dósamat og þurrvöru, sælgæti og snakki og á ýmissi frosinni vöru, sem er athyglisvert í ljósi þess að um nákvæmlega sömu vörur er að ræða. Sem dæmi má nefna 67% verðmun á hæsta og lægsta verði á Mutti niðursoðnum tómötum. 

Minnstur verðmunur á vöruflokkum var á te og kaffi og mjólkurvörum, en mestur munur var á ávöxtum og grænmeti, eða um 105 prósenta munur að meðaltali. Sem dæmi var um 84 prósent verðmunur á lægsta og hæsta kílóverði af papriku. 

Nánari niðurstöður má finna á vef ASÍ. 

Meðalverð á matvöru, samkvæmt könnun ASÍ
Meðalverð á matvöru, samkvæmt könnun ASÍ Súlurit/ASÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert