Skammur fyrirvari veldur áhyggjum

Eldgosið kl. 21.58 í kvöld.
Eldgosið kl. 21.58 í kvöld. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Skammur fyrirvari eldgossins sem hófst í kvöld veldur Þorvaldi Þórðarsyni, prófessor í eldfjallafræði, áhyggjum. Hraun virðist flæða að mestu austur en þó flæðir eitthvað í vesturátt, sem er í átt að Grindavíkurvegi.

Þetta segir hann í samtali við mbl.is.

Aðeins einni mínútu eftir að Veðurstofa Íslands sendi frá sér tilkynningu um að kvikuhlaup væri mögulega hafið hófst eldgosið. Af þessu má ráða að fyrirvarinn hafi verið stuttur.

„Þetta er mjög stuttur fyrirvari og veldur áhyggjum því við hefðum helst viljað sjá þetta aðeins fyrr. En svona er þetta og kvikan hefur bara fundið mjög auðvelda upp á yfirborð,“ segir Þorvaldur.

Erfitt sé að greina að svo stöddu af hverju fyrirvarinn hafi verið svona stuttur.

Aðeins einni mínútu eftir að Veðurstofa Íslands sendi frá sér …
Aðeins einni mínútu eftir að Veðurstofa Íslands sendi frá sér tilkynningu um að kvikuhlaup væri mögulega hafið hófst eldgosið. Af þessu má ráða að fyrirvarinn hafi verið stuttur. Samsett mynd

Hraun flæðir að mestu í austurátt

Eldgosið braust út á Sundhnúkagígaröðinni á milli Haga­fells og Stóra-Skóg­fells, frem­ur nær Stóra-Skóg­felli, á svipuðum stað og gosið 8. fe­brú­ar.

Þorvaldur segir að miðað við vefmyndavélarnar þá sé hraunið að flæða austur.

„Hraunið virðist vera að flæða dálítið mikið í austurátt og eitthvað að teygja sig í áttina að Hagafelli og út á Vatnsheiðina. En það virðist vera minna hraunflæði – alla vega eins og ég sé í augnablikinu – í vesturátt. Það er eitthvað hraun að flæða í vesturátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert