„Staðan á þessari þjónustu er enn til skammar“

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skipta máli að almenningssamgöngur upp …
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skipta máli að almenningssamgöngur upp á flugvöll séu góðar. Samsett mynd/Margrét Seema Takyar/ÁrniSæberg

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ýtir á eftir svörum starfshóps sem innviðaráðherra skipaði í fyrra varðandi bættar almenningssamgöngur til Keflavíkur.

Í samtali við mbl.is segir Hildur starfshópinn hafa átt að skila inn lokatillögum í september í fyrra en að enn bóli ekkert á þeim. 

„Staðan á þessari þjónustu er enn til skammar og Keflavíkurflugvöllur er auðvitað okkar helsta gátt út í heim og okkar gesta hingað,“ segir hún,. 

Rétt að ganga á eftir þessu

Hildur beindi fyrirspurn til innviðaráðherra fyrir rúmu ári þar sem hún spurði hvort eitthvað í lögum, samningum við Isavia eða útboðsgögnum Isavia til verkkaupa stæði í vegi fyrir því að Strætó geti haft biðstöð nærri aðal inn- og útgöngum flugstöðvarinnar og auglýst þjónustu sína innan hennar.

Birti Hildur í gær tíst á X-reikningi sínum þar sem hún fylgdi fyrirspurninni eftir. Svar innviðaráðherra hefði á sínum tíma kveðið á um að ekkert stæði í vegi fyrir því í lögum eða samningum um að almenningssamgöngur væru betur tengdar við flugstöðina. 

„Mér finnst bara rétt að ganga á eftir þessu því þetta skiptir máli,“ segir Hildur að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert