ASÍ kynnir til leiks nýtt mælaborð

Mikill munur er á verðlagi á matvörum eftir verslunum.
Mikill munur er á verðlagi á matvörum eftir verslunum. mbl.is/​Hari

Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefur gefið út nýtt mælaborð þar sem hægt er að bera saman verð eftir verslunum. Hægt er að skoða samanburð í heild sinni, út frá vöruflokkum og út frá stökum vörum. 

ASÍ segir í tilkynningu að gögnin uppfærist daglega. Eru þetta sömu gögn og hafa áður verið aðgengileg í smáforriti verðlagseftirlitsins Prís. 

Mikil munur á 10-11 og Bónus

Mælaborðið sýnir meðal annars að verða á pasta í verslunum 10-11 er að meðaltali rúmum 60% dýrari en í Bónus, en þar er verðið á pasta að meðaltali ódýrast. Vatnsdrykkir eru einnig að meðaltali 150% dýrari í 10-11 en í Bónus. 

Hægt að fletta upp stökum vörum

Hægt er að rýna í verðlag eftir verslunum út frá stökum vörum og sem dæmi er pilsner í dós frá Thule 449 kr. í 10-11 en í Bónus kostar hún 119 kr. 

Þá getur kippa af Pepsi í dós verið um 72% dýrari í Krambúðinni heldur en í öðrum verslunum eins og Bónus, Krónunni, Nettó og Fjarðarkaupum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert