Svandís snýr til baka úr veikindaleyfi

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur störf á ný á morgun.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur störf á ný á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Matvæla- og sjávarútvegsráðherra, Svandís Svavarsdóttir, snýr til baka út veikindaleyfi á morgun.

Í færslu á Facebook-reikningi sínum segir ráðherrann líðan sína og horfur góðar enda hafi krabbameinsmeðferð gengið afbragðs vel. 

„Framundan er eftirlit og eftirfylgni, bjartsýni og fullvissa um bjartari tíð.“

Líkt og mörgum er kunnugt fór Svandís í veikindaleyfi í lok janúar í kjölfar þess að hún greindist með krabbamein í brjósti, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur leyst hana af á meðan.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert