Katrín býður sig fram til forseta

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 

Katrín birti yfirlýsingu þessa efnis í færslu á Instagram-reikningi sínum sem og á Facebook-síðu sinni. 

Katrín Jakobsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til …
Katrín Jakobsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. mbl.is/Óttar

Ætlaði ekki að gefa kost á sér í þingkosningum 

Þar segir hún að hún hafi verið hvött áfram af fólki víðsvegar um land um að bjóða sig fram til forseta. 

„Sjálf hafði ég ákveðið fyrir allnokkru að gefa ekki kost á mér í næstu þingkosningum en áfram brenn ég fyrir því að gera samfélaginu okkar gagn. Af þeim sökum hef ég ákveðið að beiðast lausnar sem forsætisráðherra Íslands og gefa kost á mér í komandi forsetakosningum,“ segir Katrín m.a. í ávarpi sínu. 

„Þetta er mikilvægt embætti. Forsetinn þarf að skilja gangverk stjórnmála og samfélags. Þarf að geta sýnt forystu og auðmýkt. Að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi. Hann þarf að geta tekið erfiðar ákvarðanir óháð stundarvinsældum,“ segir Katrín m.a.

Þá boðar hún að hún muni fara um landið á komandi misserum og ræða við landsmenn. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert