Orkuveitan krafin um sex milljarða króna arðgreiðslu

Reykjavíkurborg vill arð frá Orkuveitu Reykjavíkur.
Reykjavíkurborg vill arð frá Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Hákon

Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að falla frá 6 milljarða arðgreiðslukröfu á Orkuveitu Reykjavíkur var felld á fundi borgarráðs í gær. Greiddu borgarráðsfulltrúar meirihlutans atkvæði gegn tillögunni ásamt fulltrúa Sósíalistaflokksins, en tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu henni atkvæði sitt.

Jafnframt samþykkti meirihlutinn tillögu stjórnar Orkuveitunnar um að greiddur yrði 6 milljarða arður til eigenda, en Reykjavíkurborg á tæp 94% í fyrirtækinu.

„Við áttum von á þessari niðurstöðu en erum eigi að síður vonsvikin. Víð lítum svo á að borgarsjóður sé að blóðmjólka Orkuveituna til að stoppa í götin í eigin rekstri,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Arðgreiðslukrafan er nær sama fjárhæð og allur hagnaður fyrirtækisins á sl. ári, en hann nam 6,4 milljörðum.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert