143 greindust og yfir 30 létust

Rauði borðinn er fyrir löngu orðinn þekktur sem alþjóðlegt tákn …
Rauði borðinn er fyrir löngu orðinn þekktur sem alþjóðlegt tákn fyrir baráttuna gegn HIV. AFP

Frá árinu 1983 til ársins 2000 greindust 143 einstaklingar hér á landi með HIV-smit, þar af voru 113 karlmenn og 30 konur.

Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata.

Flestir greindust árið 1985, eða 16 talsins, þar af 15 karlar. Fyrsta HIV-smitið hérlendis greindist árið 1983.

Andrés Ingi Jónsson.
Andrés Ingi Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsta skráða andlátið 1985

Eitt andlát þar sem alnæmi var undirliggjandi dánarorsök var skráð árið 1985, tvö árið 1987 og tvö 1988. 

Þar sem tölur um HIV-smit voru settar inn afturvirkt í smitsjúkdómaskrá frá 1983 til 1987 með tilkomu nýrra sóttvarnalaga þarf að setja fyrirvara við tölur um andlát á því tímabili þar sem alnæmi er undirliggjandi dánarorsök.

29 dauðsföll frá 1990 til 2000

Á árunum 1990 til 2000 voru alls skráð 29 dauðsföll hérlendis þar sem alnæmi var undirliggjandi dánarorsök. Þar af voru karlar 27 talsins. Ellefu manns áttu lögheimili hér á landi við andlát.

Flestir létust árið 1993, eða átta talsins, þar af sjö karlar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert