Rafrænn kippur kom framboði í höfn

Viktor Traustason er tólfti frambjóðandinn.
Viktor Traustason er tólfti frambjóðandinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gild meðmæli Viktors Traustasonar, forsetaframbjóðanda fóru úr því að vera 69 í gær í 1.982 í dag. 

Viktori var veittur frestur upp á 23 klukkustundir samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar kosningamála í gær. Í dag kom svo í ljós að landskjörsstjórn mat framboðið gilt en á bilinu 1500-3000 meðmæli þarf til svo framboð geti talist gilt. 

Úr 69 í 798 rafræn meðmæli 

Sérstaklega tóku rafrænu meðmælin kipp eftir að Viktori var veittur frestur í gær. Fóru þau úr því að vera 69 í að vera 798 í dag. Þetta kemur fram í úrskurði landskjörsstjórnar sem heimilaði forsetaframboðs Viktors í dag. 

„Við lok framlengds frests eru gild meðmæli með framboði Viktors samtals 1.982 á landinu öllu. Í Sunnlendingafjórðungi eru gild 936 meðmæli á pappír og 653 meðmæli gefin rafrænt; í Vestfirðingafjórðungi eru gild 66 meðmæli á pappír og 31 meðmæli gefin rafrænt; í Norðlendingafjórðungi eru gild 128 meðmæli á pappír og 66 meðmæli gefin rafrænt og í Austfirðingafjórðungi eru gild 60 meðmæli á pappír og 42 meðmæli gefin rafrænt,“ segir í úrskurði landskjörsstjórnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert