Geitabúskapurinn gefur vel

Halla Sigríður gefur geitunum skammtinn sinn.
Halla Sigríður gefur geitunum skammtinn sinn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Geiturnar eru skemmtilegar skepnur; þær gleðja og afurðirnar eru góð búbót,“ segir Halla Sigríður Steinólfsdóttir bóndi í Ytra-Fagradal á Skarðsströnd í Dölum.

Þar á bæ er líflegt um þessar mundir; sauðburður að komast á skrið og ekki síður er líflegt í kringum geitabúskapinn. Hafararnir eru tveir og í nóvember síðastliðnum sinntu þeir alls 29 huðnum sem fyrir um mánuði báru alls 34 kiðlingum. Þetta eru fallegir gripir sem dafna vel, aldir á hafrakorni og fleiru. Ákefð geitanna í góðgæti er engu lík þegar Halla gefur þeim skammtinn.

„Ég fer gjarnan mínar eigin leiðir í lífinu,“ segir Halla sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi í búskap sínum. Hunang hefur hún fengið úr býflugnabúskap, grænmetið er ræktað án tilbúins áburðar og söl eru tínd úr fjörunni. Og úr eyjunum úti fyrir landi fæst æðardúnn sem er í dýru gildi hafður. Svona mætti halda áfram: segja sögur af fólki sem lifir af því sem landið gefur og er sátt við sitt.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert