Bjarna blöskrar banatilræðið við Fico

Bjarni Benediktsson segir hug sinn hjá aðstandendum Ficos.
Bjarni Benediktsson segir hug sinn hjá aðstandendum Ficos. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra er brugðið yfir skotárásinni á Robert Fico, slóvakíska starfsbróður sinn. 

Fico er í lífs­hættu eft­ir að hafa verið skot­inn margsinn­is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi eft­ir há­degi í dag.

„Mér blöskrar hryllileg árásin á Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Slík ofbeldisverk eiga sér engan stað í friðsömum lýðræðisríkjum. Hugur minn er hjá Fico, fjölskyldu hans og vinum á þessum erfiðu tímum,“ skrifar Bjarni á ensku í færslu á bandaríska samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.

Er Fico sagður hafa verið skot­inn margsinn­is og var hann fluttur með þyrlu til borg­ar­inn­ar Ban­ská Bystrica, nærri bænum Hand­lová þar sem hon­um var sýnt bana­til­ræðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert