Númerslausum bílum fer fjölgandi

Númerslausir bílar standa víða á bílastæðum.
Númerslausir bílar standa víða á bílastæðum. mbl.is/sisi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarnar vikur aukið eftirlit með ómerktum ökutækjum. Vegna þessa hefur lögreglan klippt fleiri númeraplötur af bílum en oft áður.

Einnig hefur verið meira um ómerkta bíla á almenningsstæðum en lögregla og sveitarfélög hafa heimild til að fjarlægja þá. Bílar án númera mega þó standa óhreyfðir á einkalóðum en heilbrigðiseftirlitið og viðkomandi sveitarfélög geta gert sínar athugasemdir.

Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir við Morgunblaðið að einnig sé alltaf eitthvað um númerslausa bíla í umferðinni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert