Þórey hlýtur verðlaun fyrir starf sitt í Konukoti

Verðalunin voru veitt í Höfða nú á öðrum tímanum.
Verðalunin voru veitt í Höfða nú á öðrum tímanum. mbl.is/Brynjar Gauti

Þórey Einarsdóttir hlýtur mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga en hún hefur starfað í Konukoti frá opnun þess fyrir tuttugu árum. 

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, afhenti Þóreyju verðlaunin klukkan 14 í dag á mannréttindadegi borgarinnar og þakkaði henni fyrir mikilvægt starf í þágu heimilislausra kvenna og mannréttinda. 

Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Rauði Kross Íslands og List án landamæra eru meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin. Handhafi verðlaunanna hlýtur einnig  600.000 að launum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert