Skúrir eða slydduél í dag

Skúrir eða slydduél verða í dag.
Skúrir eða slydduél verða í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

Í dag verða suðvestan 5 til 10 metrar á sekúndu og skúrir eða slydduél, en þurrt suðaustan- og austanlands fram eftir degi. Hiti verður á bilinu 3 til 10 stig yfir daginn. Norðlægari átt verður í kvöld og léttir til á Suðvesturlandi.

Norðlæg átt, 5-13 m/s, verður á morgun. Dálítil él verða um landið norðanvert og hiti á bilinu 0 til 5 stig.

Bjart verður með köflum sunnan heiða og hiti að 11 stigum að deginum, en stöku skúrir á Suðausturlandi undir kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert