Slasaði knapinn kominn til byggða

Loftmynd úr safni af Hengilssvæðinu.
Loftmynd úr safni af Hengilssvæðinu. Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir í Hveragerði, Selfossi og Eyrarbakka sóttu slasaðan knapa sem datt af hestbaki stutt frá Maradal, norðan við Hengilinn.

Knapinn var meiddur á öxl og var komið í sjúkrabíl en aðgerðum björgunarsveita lauk rétt fyrir klukkan 17, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Ekki þurfti að kalla til aðstoðar þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert