Maxímús á arabísku í Hörpu

Maxímús Músíkús er lítil sæt mús sem heillast af töfraheimi …
Maxímús Músíkús er lítil sæt mús sem heillast af töfraheimi tónlistarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórar skoðunarferðir og sögustundir með Maxímús Músíkús verða í Hörpu næstkomandi sunnudag, tvær á íslensku og tvær á arabísku.

Ingibjörg Fríða Helgadóttir, verkefnisstjóri barnamenningar í Hörpu, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé til komið vegna styrks sem Harpa hafi fengið frá barnamenningarsjóði til að fara í inngildingarátak í fjölskyldudagskrá sinni. Hluti af átakinu sé að aðlaga viðburði stækkandi samfélagi Íslendinga.

„Við erum að reyna að ná til allra barna og fjölskyldna þannig að þeim finnist þau velkomin,“ segir Sigríður og bendir á að stór hluti innflytjenda og nýrra Íslendinga tali arabísku. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka