Segir sorphirðu í ólestri í borginni

Grafarvogsbúar kvarta yfir lélegri hirðingu á rusli í grenndargámum.
Grafarvogsbúar kvarta yfir lélegri hirðingu á rusli í grenndargámum.

„Þessi umræða hefur verið í gangi í heilt ár og ég hefði haldið að reynt yrði að koma til móts við kvartanir og ábendingar íbúa. Það er furðulegt að það skuli hafa verið tekinn út sá möguleiki að losa sig við plast og pappa á öllum grenndarstöðvum,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt á sæti í íbúaráði Grafarvogs.

Endurskoða losunartíðni

Á fundi í íbúaráði Grafarvogs fyrr í þessum mánuði var lögð fram bókun þar sem vakin var athygli á síendurteknum ábendingum íbúa í Grafarvogi til ráðsins varðandi uppsafnaðan flokkaðan úrgang og umgengni um grenndarstöðvar. Bent var á brýna nauðsyn þess að losunartíðni verði endurskoðuð og aftur verði settir gámar undir pappa og plast á stöðvarnar.

„Æ ofan í æ eru allir gámar fullir og fólk skilur eftir flokkað sorp við gámana, það er því augljóst að það verður að skipta þeim oftar út. Einnig viljum við að gámum undir plast og pappír verði aftur komið upp á öllum grenndarstöðvum hér í Grafarvogi,“ segir í bókuninni. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag .

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka