Unnið úr gögnum sem aflað var á vettvangi

Slökkvilið Múlaþings við slökkvistarf í bragganum.
Slökkvilið Múlaþings við slökkvistarf í bragganum. Ljósmynd/Stefán Bogi Sveinsson

Lögreglan á Austurlandi vinnur enn að rannsókn á bruna sem varð í braggabyggingu á Egilsstöðum fyrr í þessum mánuði.

„Málið er í rannsókn og það er verið að vinna úr þeim gögnum sem aflað var á brunavettvangi og bíðum niðurstöðu úr því. Það mun taka einhvern tíma til viðbótar,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, lögreglustjóri á Austurlandi, í samtali við mbl.is.

Spurður hvort málið sé rannsakað sem möguleg íkveikja segir Kristján Ólafur að verið sé að skoða og rannsaka eldsupptök og þar sé allt undir.

Að sögn Kristjáns er braggahúsnæðið tvískipt. Annar hluti braggans brann en hinn slapp að mestu. Fjarskiptafyrirtækið Austurljós var með starfsemi í bragganum sem kviknaði í en öll verkfæri sem tilheyra ljósleiðarastarfsemi fyrirtækisins voru í bragganum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka