Frá Sýrlandi til Evrópu

Milljónir Sýrlendinga hafa neyðst til þess að flýja heimili sín vegna stríðsins sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. Lítill áhugi er meðal ráðamanna í Evrópu að taka á móti flóttafólkinu og hefur þjóðernisflokkum sem berjast gegn innflytjendum vaxið fiskur um hrygg í álfunni undanfarin misseri.

Ekki hægt að horfa á fólk deyja

25.5. Yfir ein milljón flóttamanna kom til Lesbos á rúmu ári. Örvæntingarfullt fólk, einkum Sýrlendingar, sem hafði lagt allt í sölurnar til þess að komast í burtu frá stríðinu. Í dag er Lesbos biðsalur fólks eftir betra lífi þar sem margir bíða í meira en ár eftir því að komast til meginlandsins. Meira »

„Hvað gerðum við?“

2.11. Hvað gerðum við? Er spurning sem sýrlensk börn spyrja. Hvað gerðu þau sem olli því að þau standa uppi án foreldra – allslaus? Khatt­ab al-Mohammad er flóttamaður frá Sýrlandi. Hann sagði frá sögu Sýrlands í átakanlegum fyrirlestri í dag. Fyrirlesturinn lét engan ósnortinn. Meira »

„Farið heim til ykkar“

4.9. „Landamærin verða ekki varin með blómum og krúttlegum leikföngum. Landamæri þarf að verja með lögreglu, hermönnum og vopnum,“ segir Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Múslimum sem eru fæddir og uppaldir í álfunni er sagt að fara heim til sín þó svo heima hafi alltaf verið í Evrópu. Meira »

Í upphafi var orðið svo kom blóðið

3.9. Stríðið í Sýrlandi hefur kostað hundruð þúsunda almennra borgara lífið og hrakið milljónir af heimilum sínum. Þetta byrjaði allt með saklausu veggjakroti unglingspilta sem væntanlega hafa ekki búist við því að orð þeirra um að vilja losna við valdhafanna hefði þessi skelfilegu áhrif. Meira »

Sagði ekki orð í tvö ár

27.11. Áður en stríðið hófst voru þau hamingjusöm fjölskylda í Damaskus en stríðið hefur eyðilagt allt, segir Hiba Al Jarki, sem kom hingað til lands í janúar. Fjölskyldan missti allt og upplifði hluti sem eru eiginlega of skelfilegir til þess að hægt sé að tala um þá. Enda hætti dóttir hennar að tala. Meira »

Með mannúð að leiðarljósi

14.9. Flestir þeirra stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á þingi eða mælast með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum, telja að leggja eigi aukið fé í að taka á móti flóttafólki. Stytta eigi meðferðartíma í kerfinu og Ísland eigi, líkt og önnur ríki í Evrópu, að axla sameiginlega ábyrgð og taka við flóttafólki. Meira »

„Þú ert dauður”

4.9. Samúðarbylgja gekk yfir Evrópu fyrir ári síðan. Fréttir bárust af tugum flóttamanna sem köfnuðu í kæligámi flutningabifreiðar. Svo birtust myndir af líki Aylan litla á tyrkneskri strönd. Landamæri Evrópu voru opnuð í fulla gátt tímabundið. Nú er búið að skella í lás og vandamálið horfið eða hvað? Meira »