Ekki gleyma aðstæðum fólks

Angelea Panos hefur undanfarinn mánuð unnið með íslenskum stjórnvöldum að ...
Angelea Panos hefur undanfarinn mánuð unnið með íslenskum stjórnvöldum að fræðslu varðandi móttöku flóttafólks. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi.

Angelea Panos, sem er sérhæfð í því hvernig eigi að veita fólki, sem glímir við áfallstreituröskun, aðstoð, kom hingað með stuðningi Fulbright-stofnunarinnar en hún veitir styrki til bandarískra sérfræðinga sem koma til Íslands til kennslu- og rannsóknastarfa. 

Panos segir mjög mikilvægt að hætta ekki sálrænni aðstoð við flóttafólk sem hingað kemur eftir eitt ár. Því eitt ár er stuttur tími þegar kemur að slíki aðstoð og oft er því þannig farið að fólk er einfaldlega ekki reiðubúið til þess að þiggja slíka aðstoð skömmu eftir að komið er á nýjan stað. Við megum ekki gleyma aðstæðum þessa fólks og því sem það hefur gengið í gegnum áður það kemur hingað til lands.

„Margt flóttafólk þarf helst á hagnýtri aðstoð að halda fyrsta árið, svo sem hvar eigi að kaupa inn, almenn heilbrigðisþjónusta og fleira. Áföllin sem fólk hefur gegnið í gegnum geta líka verið þannig að það tekur tíma að treysta sér til þess að ræða þau. Þeir flóttamenn sem ég hef rætt við segja að það sé ekki nóg að bjóða upp á þjónustusálfræðinga og geðlækna í svo stuttan tíma.  Enda verið að byggja upp afar viðkvæmt traust á þeim tíma,“ segir Panos.

En um leið sé ávinningurinn mikilvægur. „Það er því mikilvægt að slík þjónusta sé í boði lengur og þegar fólk treystir sér þá geti það gengið að þjónustunni vísri,“ segir hún.

Flóttamannabúðir sem hýsa flóttamenn frá Sýrlandi í Líbanon.
Flóttamannabúðir sem hýsa flóttamenn frá Sýrlandi í Líbanon. AFP

Ísland hefur tekið á móti hópum flóttafólks frá árinu 1956 og þeir hópar sem hafa komið hingað undanfarin ár hafa að stærstum hluta komið úr flóttamannabúðum í Líbanon þar sem fólkið hefur dvalið í talsverðan tíma og er því ekki að koma beint frá stríðshrjáðum svæðum. 

Sýrland fyrir stríð.
Sýrland fyrir stríð. Mynd úr safni Morgunblaðsins.

Flóttamannabúðir eru hættulegur staður

Panos segir að við megum ekki gleyma því að flóttamannabúðir eru ekki öruggur staður til þess að búa í.

„Sérstaklega ekki fyrir börn. Þau hafa kannski upplifað skelfilega hluti í stríðinu en í búðunum er mikið um misnotkun, ofbeldi, nauðganir og annað kynferðislegt ofbeldi. Þar er ekki lögregla og engir innviðir sem virka. Flóttamannabúðir eru mjög hættulegur staður,“ segir hún og bætir við að ef flóttafólkið hefur komist af eigin rammleik til Evrópu þá hafi það jafnvel þurft að fara fótgangandi langar vegalengdir í misjöfnu veðri. Þeir sem hafa þurft að fara yfir landamæri á Balkanskaganum hafi oft orðið fyrir áreitni og ofbeldi af hálfu yfirvalda. 

„Lykilatriðið við að lækna áföll er að viðkomandi upplifi sig öruggan og það gerist ekki alltaf á innan við ári á nýjum stað þar sem þú þekkir þig ekki.“

Fjögur stig sem gengið er í gegnum

Angelea Panos segir að yfirleitt sé talað um fjögur stig sem flóttamenn ganga í gegnum eftir að sest er að á nýjum stað. Það er þegar flóttafólk fær alþjóðlega vernd í einhverju ríki. Oft með viðkomu í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum heimalandsins sem flúið er frá.

Aldur gegnir lykilhlutverki þegar kemur að aðlögun en yfirleitt eiga börn auðveldara með að setjast að á nýjum stað heldur en eldra fólk.

Fyrsta stigið er spennandi – þú ert kominn á nýjan stað og allt svo spennandi, segir Panos. Síðan ferðu að taka eftir því sem er ólíkt því umhverfi sem þú ert vanur og því nýja. Hún nefnir sem dæmi kulda, myrkur og ólíkan mat. 

Þegar minnið svíkur mann

Myndin er tekin í Raqqa í gær.
Myndin er tekin í Raqqa í gær. AFP

Á stigi tvö er það spurning um hvort þú ert reiðubúinn til þess að setjast að endanlega og aðlagast menningu í því ríki sem hefur veitt þér hæli. Hér fer minnið oft að svíkja fólk, kannski ekki að svíkja heldur frekar að velja eftir hverju þú manst. Þú manst bara eftir jákvæðu hlutunum ekki því slæma. Stundum festist fólk á þessu stigi, einkum eldra fólk, segir Panos.

„Ég hef fengið til mín flóttafólk sem segir að það hafi reynt að snúa aftur þar sem það minnti að allt hafi verið svo gott á gamla staðnum en síðan fengið áfall þegar það snýr aftur því fátt sem minnti á það sem hugurinn sagði þeim,“ segir Panos.

Flóttamannabúðir á Samos.
Flóttamannabúðir á Samos. AFP

Hún tekur fram að börn eigi miklu auðveldara með að breyta um umhverfi þar sem þau  aðlagast mjög hratt og eiga auðvelt með að læra tungumál ólíkt mörgum eldri. Þau geta síðan útilokað og gleymt slæmu hlutunum sem er meira en að segja það fyrir fullorðið fólk sem hefur oft upplifið verri hluti en nokkur á að þurfa að ganga í gegnum á lífsleiðinni. 

Á stigi þrjú fer fólk að hugsa á skynsamari hátt og verður þakklátt fyrir það sem það hefur, segir Panos. Góðu hlutirnir sem því standi til boða í nýju landi í nýjum menningarheimi en hefur samt ekki gleymt öllu frá gamla menningarsvæðinu. Á þessu stigi fer fólk að fá stærra hlutverk í nýja samfélaginu – bæði að gefa af sér og þiggja á sama tíma, er jafnvel komið í vinnu eða skóla og tekur þátt í félagsstarfi. 

Stig fjögur er þegar fólk hefur náð að tengjast betur og hefur tekið báða menningarheima í sátt og á auðvelt með að skipta og greina á milli án þess að loka á fortíðina sem alltaf er hluti af þér.

Ræturnar skipta alltaf máli

„Það er ekki hægt að aðlagast og gleyma öllu þegar þú ert orðinn fullorðinn og það er ekki rétt að ætlast til þess af fólki því menning þess fylgir eðlilega alltaf með. Það gerum engum gott að loka á allt úr fyrra lífi. Þú veist hverjar rætur þínar eru – þær eru hluti af því sem gerir þig að manneskju,“ segir hún.

Sýrlensk fjölskylda sem nú er búsett á Akureyri.
Sýrlensk fjölskylda sem nú er búsett á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Í Sýrlandi eru fjölskyldur mjög mikilvægar í lífi hvers og eins og fólk reiðir sig á stuðning fjölskyldunnar. Til að mynda búa oft stórfjölskyldur saman og afi og amma annast börnin á meðan foreldrarnir eru í vinnu. 

Skilgreining Sameinuðu þjóðanna á fjölskyldu eru foreldrar og börn yngri en 18 ára. Þetta þýðir að ungmenni sem búa heima eftir átján ára aldur eiga ekki sjálfkrafa rétt á því að fylgja foreldrum og systkinum á nýjan stað. Ekki heldur aldraðir foreldrar. En flest ríki, sem taka á móti flóttamönnum, reyna að gera sitt til þess að tryggja rétt þeirra. En engin trygging fyrir því. Kannski hittast aldrei aftur, segir Panos sem hefur reynslu af slíku.

Hún segir að stuðningsfjölskyldur komi hér sterkt inn eins og boðið er upp á hér á landi. Því það getur reynst mörgum erfitt að þurfa að læra nýjar reglur á sama tíma og þú ert slitinn frá þínu eðlilega umhverfi.

Flóttamannabúðirnar Deir Zannoun í Líbanon þar sem fjölmargir Sýrlendingar búa.
Flóttamannabúðirnar Deir Zannoun í Líbanon þar sem fjölmargir Sýrlendingar búa. AFP

Þú hefur ekkert val

„Oftast án þess að hafa óskað eftir því að flytja til viðkomandi lands. Því það er ekki val flóttamannsins heldur neyð sem rekur hann áfram. Þegar þú hefur flúið heimalandið vegna þess að þú átt ekki líf lengur þar og endar í flóttamannabúðum, segjum í Líbanon eða annars staðar þá er Ísland kannski endilega fyrsti kosturinn sem kemur upp í hugann. Ef þú þiggur ekki boðið um að fara þangað sem flóttamannahjálpin leggur til þá áttu ekki annarra úrkosta völ en að dvelja áfram í flóttamannabúðunum. Ég held að allir sem hafa komið í slíkar búðir geri sér grein fyrir því að það er ekki eftirsóknarvert,“ segir Panos sem hefur gríðarlega mikla reynslu af starfi með flóttamönnum.

Innviðirnir skipta miklu máli

Akureyri er að vinna frábært starf þegar kemur að móttöku flóttafólks, segir Panos og þar skipti miklu máli að þar starfi maður sem talar bæði arabísku og íslensku og hefur starfað töluvert í Mið-Austurlöndum. Hann hefur búið á Íslandi í mörg ár og þekkir bæði til sýrlenskrar og íslenskrar menningar. 

Sýrlensk fjölskylda í fótbolta ásamt vinum sínum á sparkvellinum við ...
Sýrlensk fjölskylda í fótbolta ásamt vinum sínum á sparkvellinum við Oddeyrarskóla. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Að sögn Panos er þetta gríðarlega mikilvægt bæði fyrir flóttafólk og heimamenn að fá mann sem hann til starfa. Því þetta veiti bæði stuðning og öryggi og skiptir miklu máli. 

„Það er unnið frábært starf á Akureyri og ég vildi óska þess að þetta væri þannig alls staðar í heiminum þar sem tekið er á móti flóttafólki,“ segir Panos en hún var nýbúin að kynna sér starfið á Akureyri þegar viðtalið var tekið. 

Mikilvægt er að sögn Panos að gleyma því aldrei að fólkið sem hingað kemur er að koma úr allt öðru umhverfi en við erum vön. 

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að aðstæður fólks eru ólíkar. Þeir sem koma hingað eru að koma úr flóttamannabúðum og hafa kannski verið þar árum saman. Hafa jafnvel aldrei séð tannbursta á ævinni og ekki vön hreinlætisaðstöðu sem við lítum á sem sjálfsagðan hlut.

Stuðningsfjölskyldur eru mikilvægar við að veita aðstoð við atriði sem þessi sem geta breytt öllu um framhaldið. Því einföldustu hlutir geta orðið til þess að fólk lendir utangarðs í þjóðfélaginu. Ef þú færð upplýsingar og fræðslu er oft hægt að koma í veg fyrir misskilning sem annars gæti valdið miklu tjóni og vanlíðan,“ segir Panos.

Angelea Panos segir Akureyrarbæ hafa staðið mjög vel að móttöku ...
Angelea Panos segir Akureyrarbæ hafa staðið mjög vel að móttöku flóttafólks og sé til fyrirmyndar hvað það varðar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hún telur að það mætti gera betur á þessu sviði. Til að mynda með þjálfun stuðningsfjölskyldna og að þær þurfi að standast ákveðnar kröfur. Að bæði þær og flóttafólkið sem þær eiga að styðja geri sér nákvæmlega grein fyrir markmiðum. Eins að ef sambandið og tengslin sem eiga að myndast eru ekki að ganga upp þá sé unnið í því að gera breytingar, annaðhvort með nýrri stuðningsfjölskyldu eða skerpt á markmiðum samstarfsins.

Þurfum að fræða lögreglu og eins flóttafólk um lögreglu 

Angelea Panos hefur meðal annars unnið með lögreglu og fleiri aðilum varðandi móttöku á flóttafólki. Hún segir mikilvægt að lögreglan fái fræðslu á þessu sviði því margt af fólkinu sem er á flótta er að koma úr umhverfi þar sem lögreglan er af hinu illa. Jafnvel lögreglan sem hefur beitt viðkomandi ofbeldi. Mikilvægt sé að byggja brú þarna á milli þannig að fólk átti sig á því að lögreglan eigi að tryggja öryggi þeirra ekki ógna því.

Margt flóttafólk hefur slæma reynslu af lögreglu frá heimalandinu en ...
Margt flóttafólk hefur slæma reynslu af lögreglu frá heimalandinu en lögreglan á Akureyri hefur tekið þátt í því að bjóða flóttafólk velkomið. mbl.is/Sigurður Bogi

Sama á við um barnaverndaryfirvöld. Starfsmenn þar þurfi á meiri fræðslu að halda svo þeir geri sér betur grein fyrir aðstæðum fólksins.

„Það er svo mikilvægt að veita foreldrum stuðning við uppeldi barna í stað þess að taka börnin af heimilinu þar sem aðstæður eru ekki í lagi. Stundum er því miður of harkalega farið í slíkum málum. Stundum er sjónarhornið svart og hvítt í slíkum málum. Bæði börn og foreldrar haf kannski upplifað hluti sem enginn á að sjá og heyra. Jafnvel er bara annað foreldrið eftir og er að glíma við sorg á sama tíma og það er að læra á hluti sem öðrum þykja eðlileg þekking en hefur ekkert endilega verið í verkahring foreldris áður. Til að mynda að kaupa inn fyrir heimilið í verslun sem býður upp á allt annað vöruúrval en þú þekkir að heiman.

Oft þora foreldrarnir ekki að spyrja og eru á sama tíma í mikill vinnu við að reyna að framfleyta fjölskyldunni. Við höfum séð stórkostlegar framfarir hjá fólki og ekki síst hjá börnum sem hafa fengið aðstoð frá fagfólki. Við megum ekki gleyma því að þetta er fyrirhafnarinnar virði og getur skipt sköpum varðandi framtíð fjölskyldu,“ segir Panos.

Til þess að eiga rétt á hæli á Íslandi þarf viðkomandi að telj­ast flótta­maður og eiga rétt á hæli að lög­um. Sam­kvæmt alþjóðasátt­mál­um þarf fólk að vera í ein­hvers kon­ar hættu og eiga ekki mögu­leika á viðun­andi vernd og úrræðum í heimalandi sínu. Þetta byggir á flótta­manna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna og ís­lensk­um lög­um sem sett eru á grund­velli hans.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ásamt mæðginunum Noufa al-Mohamma ...
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ásamt mæðginunum Noufa al-Mohamma og syni hennar Khattar al-Mohammad sem rekur veitingastað á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Að sögn Panos er það í höndum yfirvalda í viðkomandi landi að taka ákvörðun um hvort veita eigi hælisleitendum skjól en íslensk stjórnvöld eru bundin af alþjóðasamningum þegar að kemur að slíkri ákvörðun, segir hún. 

Panos segir að það sé hennar skoðun að Ísland hafi sýnt mikla samúð í verki miðað við mörg önnur lönd í Evrópu. „Íslensk yfirvöld hafa reynt að sýna sanngirni og það er mikilvægt að það komi fram að það er einfaldlega ekki hægt að taka við öllum,“ segir hún og vísar þar til umsókna fólks frá löndum sem eru skilgreind sem örugg af ríkjum innan Schengen-landamærasamstarfsins. Flestir þeirra sem koma hingað til lands og sækja um hæli koma frá þremur löndum: Albaníu, Makedóníu og Georgíu. Umsóknum hefur hins vegar fækkað að undanförnu.

Flóttamannabúðir á Samos.
Flóttamannabúðir á Samos. AFP

Íslensk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um móttöku fimmtíu flóttamanna árið 2018. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu þessa efnis í lok ágúst. Ákvörðunin byggist á tillögum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og íslensku flóttamannanefndarinnar.

Miðað er við að stærstur hluti flóttafólksins sem tekið verður á móti komi úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu en einnig verði tekið á móti fimm til tíu hinsegin flóttamönnum sem dvelja í flóttamannabúðum í Kenýa. Óskað hefur verið eftir því við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að þau taki á móti flóttamönnum sem koma frá Afríku.

Stefnt er að því að það flóttafólk, sem boðið verður til landsins, komi hingað snemma á næsta ári.

mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is/Kristinn Garðarsson
mbl.is

Innlent »

Vegum lokað um allt land

14:35 Búið er að opna vegi á Suðausturlandi en hætta er á að loka þurfi einhverjum hluta af Þjóðvegi 1 aftur. Hvasst er á svæðinu en vindhraði mælist til að mynda 22 m/s á Höfn og 26 m/s á Hvalnesi. Meira »

„Má segja að ríkið sleppi með þetta“

14:06 „Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það má segja að ástæðan sé sú að umfang málsins fyrir Mannréttindadómstólnum er miklu minna en lagt var upp með í kærunni.“ Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í samtali við mbl.is. Meira »

8 bíla árekstur á Holtavörðuheiði

13:39 Fjöldaárekstur varð á Holtavörðuheiði nú um eittleytið þegar að minnsta kosti 8 ökutæki rákust saman. Búið er að loka heiðinni vegna óhappsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Skóla og sundlaug lokað vegna veðurs

12:58 Skólahald hefur verið fellt niður í dag í Varmahlíðarskóla, skólunum á Sauðárkróki og í Grunnskólanum austan Vatna vegna veðurs og þá verður sundlauginni í Varmahlíð lokað kl. 14. Meira »

Sáu blágrænt ljós þjóta yfir himininn

12:50 Íbúar á Breiðdalsvík sáu blágrænt ljós á himni á mikilli ferð yfir bænum á þriðjudag. Hrafnkell Hannesson var einn þeirra íbúa sem varð var við ljósaganginn. Hann var staddur í Kaupfélaginu þegar ljósið fór yfir. „Þaðan sem við sátum virtist ljósið vera mjög nálægt,“ segir hann. Meira »

Geir segist virða niðurstöðuna

12:30 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu með dómi Landsdóms í apríl 2012 gegn Geir. Meira »

Telur Geir í raun ekki hafa tapað

12:04 „Dapurlegt þykir mér vera hlutskipti Mannréttindadómstólsins í Strasbourg og hann setja mjög niður með þessum úrskurði sínum um að pólitísk réttarhöld hafi verið í góðu lagi. Nánast hlægilegt er að lesa það í dómsorðinu að atkvæðareiðslan á Alþingi um að stefna Geir fyrir landsdóm hafi ekki verið pólitísk!“ Meira »

Búið að opna yfir Skeiðarársand

12:08 Búið er að opna veginn um Skeiðarársand, en enn er þó óveður á svæðinu. Fyrr í morgun var opnað fyrir um­ferð und­ir Eyja­fjöll­um og eins frá Freys­nesi að Höfn. Hætta er þó á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag og eins eru líkur á að Holtavörðuheiði lokist um miðjan dag Meira »

„Dómgreindin er til umhugsunar“

11:59 Ragnar Önundarson hefur skrifað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, opið bréf á Facebook þar sem hann ræðir m.a. áfram um prófílmynd hennar í samhengi við ásýnd Sjálfstæðisflokksins. Þar segir hann að myndin hafi ekki verið aðalatriðið heldur sé dómgreindin til umhugsunar. Meira »

Veittust að barni í bíl

11:22 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í gær vegna gruns um að hafa veist að fjögurra ára dreng. Barnið sat í aftursæti bíls sem móðir hans ók er árásin átti sér stað. Meira »

Spá í að „hengja upp skíthælana“

11:07 Fjölgun tilfella þar sem brotið er á vinnuverndarlöggjöf og kjarasamningum hefur haldist í hendur við þann uppgang átt hefur sér stað í íslensku samfélagi síðustu misseri. Á þetta sérstaklega við í bygginga- og mannvirkjagerð þar sem oft er brotið á réttindum starfsfólks með víðtækum hætti. Meira »

Þórhildur kjörin þingflokksformaður

11:06 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata, en kosið var í stjórn þingflokksins á þingflokksfundi í vikunni. Helgi Hrafn Gunnarsson var kjörinn varaþingflokksformaður og Jón Þór Ólafsson er ritari þingflokks. Meira »

Opnað fyrir umferð undir Eyjafjöllum

10:44 Búið er að opna vegi fyrir umferð undir Eyjafjöllum og eins frá Freysnesi að Höfn, en enn er lokað á Skeiðarársandi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Óvíst er hvort unnt verður að opna um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en um miðjan dag. Meira »

Fer fram á 4-5 ára fangelsi yfir Sveini

10:18 Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fer fram á fjögurra til fimm ára fangelsi yfir honum.  Meira »

Ríkið sýknað í landsdómsmáli

09:03 Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm í dag að íslenska ríkið hefði ekki brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var dæmdur í landsdómi í apríl 2012. Meira »

Farþegarnir héldu á hótel

10:43 Fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Egilsstöðum var lokað í gærkvöldi eftir að farþegar rútunnar sem lenti í árekstri við snjóplóg í Víðidal á Fjöllum höfðu fengið afgreiðslu sinna mála. Meiðsli ferðamannanna voru minniháttar. Meira »

25% orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi

09:14 Fjórðungur landsmanna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi á einhverjum tímapunkti, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Gallup. Er hlutfall þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni töluvert hærra en karla, eða 45%, á móti 15%. Meira »

54 vilja í skrifstofustjórann

09:01 54 sóttu um stöðu skrifstofustjóra menningarmála sem menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar auglýsti lausa til umsóknar í byrjun nóvember. Meðal umsækjenda eru Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, og Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...