Slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum í Árborg

Í dag slitnaði upp úr viðræðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs um meirihlutasamstarf í Árborg. Fram kom í fréttum Útvarpsins að viðræður væru að hefjast milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Haft var eftir Ragnheiði Hergeirsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, að ekki hafi náðst samstaða á milli flokkanna þriggja um hvernig uppbyggingu á barnaskólunum á Eyrarbakka og Stokkseyri skuli háttað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert