Magnús í 1. sæti þegar helmingur atkvæða var talinn

Magnús Stefánsson, félagsmálararáðherra, var í 1. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi þegar 850 atkvæði af 1666 höfðu verið talin. Magnús hafði fengið 464 atkvæði í 1. sætið. Herdís Sæmundardóttir, framhaldsskólakennari og varaþingmaður, hafði fengið 498 atkvæði í 1.-2. sæti og Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, hafði fengið 436 atkvæði í 1.-3. sæti. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn í kjördæminu í síðustu kosningum.

Í næstu sætum voru Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur, með 530 atkvæði í 1.-4. sæti og Inga Ósk Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, með 598 atkvæði í 1.-5. sæti.

Um er að ræða póstprófkjör og gátu 2522 flokksfélagar tekið þátt í prófkjörinu. Atkvæðin eru talin á Borðeyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert