30% námslána breytist í styrki að námi loknu

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld að Samfylkingin legði til að 30% námslána breyttust í styrki að framhaldsnámi loknu, til að efla menntakerfið. Björgvin sagði að í samfélagi þekkingarinnar væri menntunin eitt helsta jöfnunartækið og Samfylkingin beitti sér fyrir því að hæfileikar allra nemenda væru virkjaðir og að sem flestir fengju annað tækifæri til náms.

Björgvin sagði nauðsynlegt að sem allra flestir bættu við sig þekkingu og færni eftir getu og stuðluðu þannig að því að Ísland yrði í fremstu röð. „Þess vegna ætlum við jafnaðarmenn að ráðast í fjárfestingarátak á öllum skólastigum,“ sagði Björgvin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert