Yfirlýsing frá Félagi heyrnarlausra vegna frumvarps um táknmál

„Félag heyrnarlausra harmar mjög að frumvarp um viðurkenningu á íslensku táknmáli náði ekki í gegn á þessu þingi. Þetta hefur slæm áhrif á heyrnarlausa í samfélaginu þar sem barist hefur verið fyrir réttindum heyrnarlausa í áratugi.

Máli okkar var enn vísað frá við þinglok. Félag heyrnarlausra gefst ekki upp í þessari réttindabaráttu og við vonumst til að fá stuðning í haust," að því er segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka